Safar


Lifðu vel með Floridana 

Floridana safar eru bragðgóðir og stútfullir af vítamínum sem eru nauðsynleg í dagsins önn.

Átta mismunandi safar eru í boði; túrmerik, appelsínu, epla, heilsusafi, engifer, grænn, goji og andoxun. Safarnir eru fáanlegir í flöskum og fernum og innihalda aldrei viðbættan sykur, rotvarnarefni, sætuefni eða litarefni. Það er okkar loforð.

Heilsusafi


Framleiðsluferli_jpg

Framleiðsla

Floridana safar eru framleiddir úr þykkni. Ferlið er einfalt og útkoman eru svalandi góðir safar sem henta við öll tækifæri. 

  1. Ávextir pressaðir: Nýtíndir og safarík ávextir eru pressaðir.
  2. Vatn gufar upp við hitun: Safinn er hitaður þar til megnið af vatnsinnihaldi hans gufar upp. Eftir situr 100% ávaxtaþykkni sem síðan er flutt til landsins.
  3. Íslensku vatni bætt í þykknið: Íslensku bergvatni er bætt í þykknið til jafns við það sem gufaði upp. Engu öðru er bætt í safann.
  4. Safi settur í umbúðir: Safinn er settur á fernur eða flöskur. Safinn sem fer á fernur er þar að auki gerilsneyddur, sem þýðir að hann geymist lengur.